Landsbyggðarráðstefna FKA á Hallormsstað

Landsbyggðarráðstefna Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) verður haldin á Hallormsstað á laugardag. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Ég er vörumerki“ og munu konur úr austfirsku atvinnulífi verða með framsögur.

„Það er gríðarlega spennandi helgi framundan hjá okkur í FKA. Nú er athyglin á Austurlandi og þeim ótrúlega auð sem við eigum í okkar flottu konum hér! Við í stjórn erum spenntar að sjá ráðstefnuna verða að veruleika eftir mikla og lærdómsríka vinnu undanfarnar vikur.

Vonandi verður þetta til þess að enn fleiri konur sjái hversu dýrmætt er að vera hluti af félagsskap eins og FKA,“ segir Heiða Ingimarsdóttir, formaður FKA Austurlandi um helgina.

Austurlandsdeild FKA var stofnuð í maí í fyrra. Með ráðstefnunni á laugardag hafa allar landsbyggðardeildir samtakanna haldið landsbyggðarráðstefnur.

Auk erindanna verða félagskonur á svæðinu með bása til að kynna vörur sínar. Atvinnuljósmyndari verður einnig þar fyrir þær sem vilja ná sér í myndir til notkunar.

Að auki er von á 40 kvenna hópi úr deild innan FKA sem kallast „Atvinnurekenda Auður“ sem er félagsskapur kvenna sem eiga og reka fyrirtæki. Þær verða eystra frá föstudegi til sunnudags og heimsækja fyrirtæki og konur auk þess að mæta á ráðstefnuna. Hún verður einnig send út í streymi.

Ráðstefnan verður frá klukkan 13-17 á laugardag. Þær sem fram koma eru:

Heiða Ingimarsdóttir, fomaður FKA Austurland, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála og ráðgjafi hjá KOM - Á eigin fótum
Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og safnstjóri - Sanngildi
Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanna Travel - Að halda áfram?
Elín Káradóttir, eigandi Byr fasteignasölu - Sterkasta vopnið
Berglind Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Adventura - Hver er þessi ég?
Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi og varaformaður Bændasamtaka Íslands - Af hverju þú?
Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA flytur lokaorð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.