Borgarfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu á Borgarfirði eystri.

Djúpivogur

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi á Djúpavogi.

Fljótsdalshérað

HEF veitur sjá um og reka Hitaveitu,- vatnsveitu,- og fráveitukerfi á nokkrum stöðum á Fljótsdalshéraði.

Seyðisfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatnsveitu,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu í Seyðisfirði. 

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

02.05.2024

Vinna við ljósleiðara í Skriðdal.

Vegna vinnu við tengingu á nýjum ljósleiðara við Gilsá verða truflanir á netsambandi í Skriðdal miðvikudaginn 8. maí. Gert er ráð fyrir að vinnan taki allan daginn en hver notandi getur búist við u.þ.b. 30 mínútna rofi á netsambandi.
29.04.2024

Enn mengun við Strandarveg á Seyðisfirði

Enn mælist mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði eftir sýnatöku sl. föstudag. Notendur í húsum við Strandarveg þurfa því enn að sjóða vatnið. Pípari hefur farið yfir hitakúta á svæðinu en notendum er bent á að hafa samband við HEF veitur ef þeir telja sig þurfa frekari ráðleggingar.
26.04.2024

Uppfært kl 12.15 - Mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur staðfest mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði. Íbúar og starfsfólk fyrirtækja er beðið um að sjóða neysluvatn.
24.04.2024

Staðbundin mengun í neysluvatnskerfi Seyðisfjarðar

Mengun barst inn í neysluvatnskerfið á Seyðisfirði. Talið er að mengunin sé bundin við Strandarveg.   Að tilmælum Heilbrigðiseftirlitsins skulu íbúar og eigendur atvinnuhúsnæðis á Strandarvegi sjóða allt neysluvatn þar til staðfest hefur verið að mengun sé ekki lengur í vatninu.

Nýtum heita vatnið vel

Góð ráð fyrir húseigendur

Hitastigið innanhúss ræður að sjálfsögðu miklu um orkunotkunina.  Ef hitakerfið er ekki í jafnvægi fer mikið af heitu vatni til spillis og nýting ofnakerfisins verður ekki eins góð og hún gæti verið.  Einnig er mikilvægt að huga að stillingum á snjóbræðslukerfum og heitum pottum

Lesa meira

Þjónusturof

Góð ráð til húseiganda

Komi til þjónusturofs vegna bilana eða viðhalds lagna er gott að hafa vissa hluti í huga til að koma í veg fyrir tjón þegar hleypt er aftur á kerfið

Lesa meira