jon svavarsson skolabillJón Svavarsson hefur undanfarin farin ár ferðast með fjölskyldu sína um Ísland í gulum, amerískum skólabíl sem kann keypti á uppboðsvefnum eBay. Hann segir bílinn vekja talsverða athygli hvar sem hann komi og minningar.

„Ég fann bílinn á eBay og keypti hann á 2000 dali rétt áður en uppboðinu lauk í ágúst 2010," segir Jón.

Yfirbyggingin er smíðuð af Thomas Built Buses sem er eitt þriggja fyrirtækja í Bandaríkjunum með leyfi til að smíða skólabílana. Fyrritækin kaupa stóra bíla frá verksmiðjum eins og Ford og Chevrolet og breyta þeim.

„Þetta er vörubíll," svarar Jón þegar hann er spurður út í hvernig sé að keyra bílinn.

Töluverð lengd er frá afturhásingu að afturstuðara. Bíllinn er gerður fyrir 42 börn í sæti eða 28 fullorðna og 1-2 hjólastóla.

Aðspurður að því hvers vegna hann hafi keypt bílinn svarar Jón: „Ég held það hafi verið verðið. Það er ekkert að ráði peningalega séð. Þetta eru yfirleitt bílar sem er vel hugsað um, gætt að því að á þeim sé næg olía og vatn.

Þeir eru að auki öruggir, til dæmis er aukastuðari við olíutankinn og það er hátt undir hann sem er gott ef við þurfum að fara yfir ár."

Jón, sem býr í Danmörku, segir fjölskylduna hafa verið duglega að ferðast um Ísland. Þau hafi farið víða á jeppa en meira haldið sig á malbikinu á skólabílnum. „Það er dálítið verk að þvo hann."

Austurfrétt hitti Jón á hlaðinu við Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal sem hann sagði „einn besta áningarstað" sem hann hefði komið á hérlendis.

Bíllinn vakti þar athygli eins og víða annars staðar. „Hann á ekkert heima hér. Það hafa komið til okkar krakkar sem hafa búið í Bandaríkjunum og farið í skólann með svona bílum til að segja okkur að þau hafi fengið flassbakk til við að sjá hann."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.